Hreinsun eftir vatnstjón

Hreinsun eftir vatnstjón þarf að vera framkvæmd rétt til að koma í veg fyrir skaðlega myglusveppi og bakteríur sem geta valdið heilsufarshættum á heimilinu, hótelinu , skrifstofunni eða því rými þar sem tjónið kom upp.

Rétt teppaþrif eftir vatnsskemmdir eru lykillinn að því að forðast myglu, eða jafnvel kostnaðarleg teppaskipti.

Hvað veldur vatnstjóni á teppum og mottum?

Algengustu ástæðurnar fyrir vatnsskemmdum á teppum eru:

 • Hreint vatn: Þetta eru vatnstjón þar sem um ræðir hreint vatn. T.a.m. regnvatn, lekar, eða jafnvel því hellt var niður
 • Grávatnsskemmdir: Þetta er oft vatn með miðlungsmiklum aðskotaefnum og getur komið frá útblástursröri fyrir uppþvottavél eða ef flæðir uppúr salerni.
 • Svartvatnsskemmdir: Teppi sem er skemmt af mjög menguðu vatni t.a.m. skólpvatni.

Teppi getur líka verið rakt eða blautt vegna hægfara leka sem sífellt seytlar undir yfirborðið. Í slíkum tilvikum er efitt að taka eftir því að teppið er blautt eða rakt. Það er oft ekki fyrr en að upp kemur vond lykt eða jafnvel myglu lykt að tekið er eftir þessum litlu lekum.

Hvernig á að hreinsa teppi eftir vatnstjón?

Ferlið við að hreinsa teppi blautt úr hreinu vatni er frábrugðið því ferli sem notað er með skólpvatni. En er hægt að bjarga algjörlega blautu teppi? Svarið er já, en aðeins ef réttum skrefum er fylgt strax eftir að þú tekur eftir vandamálinu. Tími er lykilatriði í öllum vatnstjónaaðstæðum.

Hér eru skrefin sem þarf að taka: 

 • Dragðu vatnið úr teppinu: Eftir að öll húsgögn eru fjarlægð þarf að meta ástandið til að ákvarða nauðsynlegar aðgerðir. Ef teppið er undir vatni eða gegnblautt þarf að fjarlægja vatnið strax. Þó svo dæla geti komið þessu ferli af stað, þá er mikilvægt að kalla til fagmenn með rétt tæki. 
 • Þurrkaðu teppið: Eftir að hafa fjarlægt eins mikið vatn úr teppinu og mögulegt er þarf að opna glugga, og kveikja á viftum ef möguleiki er á, til að stuðla að loftflæði og auðvelda þurrkunarferlið. Hægt er að leigja rakatæki eða ef fagmenn hafa verið kallaðir til vinna þeir með slík tæki og sjá til þess að staðsetja þau rétt. Ef möguleiki er á er gott að fjarlægja teppið af gólfinu, þar sem það hjálpar til við að hægja á mygluvexti.
 • Skiptu um undirlag: Þótt teppi geti verið bjargað, geta vatnsskemmdir valdið verulegum skemmdum á undirlagi sem situr milli gólfsins og teppisins eða mottunar. Oft er ekki þess virði að þurrka það og í þeim tilfellum er besti kosturinn að skipta út undirlaginu.
 • Þolinmæði þrautir vinnur allar: Þurrkunarferlið getur verið mislangt og því er mikilvægt að vera þolinmóður svo enginn raki sitji eftir.

Við þrif á teppum þegar um ræðir mengað vatn eins og skólpvatn er ferlið töluvert flóknara. Þegar slíkt gerist er mælt með því kalla strax til fagmenn. Fyrirtæki sem sjá um slíka hreinsun eru með rétt tæki, varnarbúnað, og sótthreinsi því mengað vatn getur leitt til alvarlegra heilsufarsvandamála. Einnig er hætta á myglu eftir u.þ.b. 24 klukkustundir.

Í flestum tilfellum ef teppi hefur algjörlega farið undir mengað vatn þarf að skipta um teppið en ef um ræðir minni hluta af teppinu er oft hægt að bjarga því. 

Upplýsingar fyrir hreinsun eftir vatnstjón

Hér eru fleiri ráð til að flýta fyrir hreinsun og þurrkunarferlinu:

 • Fjarlægðu öll húsgögn af svæðinu
 • Ef teppið eða mottan er lítið er gott að taka það út 
 • Ef kalt er í veðri eða ef um ræðir stórt teppi er gott að nota hitara eða rakatæki til að þurrka

Mun teppi mygla ef það verður blautt?

Já nema rétt sé staðið að þurrkun. 

Það sem meira er, mygla skemmir ekki bara teppi og gólfefni. Mygla kallar líka fram ofnæmisviðbrögð. Ef þú ert sérstaklega viðkvæmur og ert með öndunarfæravandamál eins og astma, getur innöndun myglusvepps af völdum vatnsskemmda í teppum valdið t.a.m. astmaköstum. Því er rétt meðhöndlun og þurrkun mikilvæg.

Hversu hratt vex mygla í teppum?

Þegar teppi verða fyrir vatnstjóni byrjar mygla að myndast eftir 24-48 klst, eða innan 24 klst ef um ræðir mengað vatn. Þar sem mygla er ekki sýnileg í byrjun eru hér nokkur merki:

 • Ólykt: Þung blaut lykt er venjulega fyrsta merki um mygluvöxt.
 • Öndunarvandamál: Ef þú eða einhver á heimilinu byrjar að finna fyrir ofnæmiseinkennum
 • Litabreyting: Mygla mislitar yfirborð teppa sem og undirlag þess

Ef þig grunar að mygla er í teppi eða mottu er mikilvægt að fá hjálp frá sérfræðingum í hreinsun eftir vatnstjón. 

Hreinsun eftir vatnstjón

Þar sem mygla þrífst í dimmum, rökum eða blautum aðstæðum er lykillinn að því að forðast myglu með réttri þurrkun. Eftir að hafa dregið eins mikið vatn og mögulegt er úr teppinu er eftirfarandi notað til að þurrka teppi:

 • Vatnssuga: Þessar vélar virka eins og venjuleg ryksuga en hafa sterkara sog og sjúga vatn sem er fast djúpt í teppinu.
 • Vifta: Ef þú ert með loftviftur eða standviftur skaltu kveikja á þeim til að auka loftflæði og flýta fyrir þurrkunarferlinu. Einnig eru til viftur sem eru sérstaklega hannaðar til að þurrka teppi. 
 • Rakatæki: Þetta er rafmagnstæki sem dregur úr og viðheldur réttu rakastigi í loftinu g virkar vel við þurrkun. Þú getur jafnvel notað viftuna og rakatækin samtímis til að flýta fyrir þurrkun.
 • Hitari: Hlýtt loft þurrkar blaut svæði hraðar en kalt loft. Þannig ef þú ert með aðgang að hitara er það einnig gott við þurrkun.
 • Opnir gluggar: Ef þú ert ekki að flýta þér að þurrka teppið þitt og ert ekki með neitt af ofangreindum tækjum skaltu opna gluggana til að loftþurrka teppið og önnur blaut yfirborð hægt og rólega. Þetta á aðeins við ef heitt er úti. 
 • Handklæði: Handklæði gera líka nokkuð gott starf við að þurrka teppi eftir vatnsskemmdir. Hyljið raka svæðið með þurru handklæði til að láta það drekka upp rakann og þrýstu því niður til að flýta fyrir ferlinu.

Þú getur sameinað viftu, rakatæki og hitara til að flýta fyrir þurrkunarferlinu. Viftan mun stuðla að loftflæði, rakatækin gleypir raka og hitarinn stuðlar að uppgufun. 

Nýtt teppi eftir vatnstjón

Hvort eigi að skipta um teppi sem hefur orðið fyrir vatnstjóni fer eftir:

 • Hversu mikið vatn komst í teppið: Ef þú ert aðeins að glíma við leka þarftu ekki að skipta um teppið þitt, þar sem þú getur alltaf þurrkað það auðveldlega með handklæði, viftum og öðrum aðferðum sem taldar eru upp hér að ofan. En ef teppið þitt, undirlagið, og gólfið eru alveg gegn blaut gæti verið erfiðara að þurrka það.
 • Hversu lengi sat vatn á teppinu þínu: Eins og fram hefur komið getur mygla byrjað að myndast innan 24 klukkustunda. Ef teppi hefur verið blautt ífleiri daga þarf líklega að skipta um teppi.
 • Vatnstjónaflokkur: Ef teppið þitt er blautt vegna hreins vatns, inniheldur það lítið sem engin mengunarefni og er hægt að hreinsa það. En ef það skemmdist af völdum mengað vatns, eins og skólpvatns, og er alveg gegnblautt er betra að skipta um teppið.

Það getur fylgt því mikið stress og álag að uppgötva vatnstjón í teppum ásamt því að hreinsun og þurrkun getur verið löng og erfið meðferð ef þú þekkir ekki vel til. Þú getur því alltaf hringt í okkur hjá Skúfur til að sjá um hreinsun á teppum eftir vatnstjón. Við erum með áralanga reynslu af slíkum verkefnum og öll réttu tækin til að vinna verkið á skilvirkan hátt.