Djúphreinsun

steinteppahreinsun icon
Steinteppahreinsun

Við sjáum um hreinsun á steinteppum fyrir einstaklinga, fyrirtæki, og sameignir

mottuhreinsun icon
Mottuhreinsun

Við erum opin frá 16-18 alla virka daga fyrir mottuhreinsun

stigahusahreinsun icon
Stigahús

Við sjáum um hreinsun á stigahúsum í sameignum

husgagnahreinsun icon
Húsgagnahreinsun

Við sjáum um húsgagna hreinsun fyrir einstaklinga og fyrirtæki

Djúphreinsun

Djúphreinsun er hreinsiaðferð sem flestir, ef ekki allir, teppaframleiðendur mæla með. Við höfum mikla reynslu af djúphreinsun á áklæðum og leðri og notum til þess öflug hreinsiefni. Við gætum að öllum smáatriðum til að tryggja sem bestan árangur, á viðráðanlegu verði. Við djúphreinsum með hreinsiefnum sem fjarlægja óhreinindi og fríska uppá húsgögn.
Starfsfólk okkar hefur margra ára reynslu í:

Djúphreinsun fyrir Hótel
Djúphreinsun fyrir Sameignir
Djúphreinsun fyrir Fyrirtæki og Stofnanir
Djúphreinsun fyrir Heimili

Við Djúphreinsum meðal annars Teppi, Stóla og önnur Húsgögn.

Djuphreinsun a stolum.

Djúphreinsun á stólum

Það getur verið erfitt að halda stólum á borð við borðstofustóla hreinum ef um tauefni er að ræða sem óhreinindi eiga auðvelt með að setjast í. Óhreinindin sitja ekki bara í yfirborðsefninu heldur ná niður í svampa og önnur efni undir yfirborðinu og því er djúphreinsun mikilvæg.
Því leggum við mikið uppúr því að djúphreinsa erfiða bletti með aðferðum sem ná upp óhreinindum sem hafa sest undir yfirborðið. 

sofi eftir djuphreinsun

Djúphreinsun á sófum

Hvort sem um ræðir slys eftir litla fingur, loppur, eða rauðvín yfir sjónvarpinu getur verið erfitt að ná almennilegri hreinsun sem kemur í veg fyrir bletti, myglu og jafnvel ólykt seinna meir. Óhreinindin sitja ekki bara í yfirborðsefninu heldur ná niður í svampa og önnur efni undir yfirborðinu og því er djúphreinsun mikilvæg.
Því leggum við mikið uppúr því að djúphreinsa erfiða bletti með aðferðum sem ná upp óhreinindum sem hafa sest undir yfirborðið. Með djúphreinsun fyrirbyggjum við frekari óhreininda vesen, líkt of myglu, í kjölfar óhreininda.

rumdyna eftir djuphreinsun

Djúphreinsun á Dýnum

Rómantískur morgunmatur í rúmið?
Litlu krílin sváfu uppí?

En hlutirnir fóru ekki alveg eins og þú ætlaðir.

Djúphreinsun er lausnin. Hvort sem um ræðir dýnur á heimilinu sem þarf að taka í gegn eða hótelinu sem þurfa svolitla ást eftir 100+ gesti til að halda uppi jákvæðum umsögnum.
Við leggum mikið uppúr því að djúphreinsa erfiða bletti með aðferðum sem ná upp óhreinindum sem hafa sest undir yfirborðið. Með djúphreinsun fyrirbyggjum við frekari óhreininda vesen, líkt of myglu, sem geta fylgt í kjölfar óhreininda.

Djuphreinsun a teppum og husgognum.

Djúphreinsun Teppa

Skúfur býður einnig uppá djúphreinsun á teppum. Kynntu þér þjónustu okkar í Teppahreinsun.

CFX+Rotovac: Þetta er hin sanna djúphreinsun. Hreinsikraftur Rotavac vélanna er framúrskarandi.

Verð

Verð á Djúphreinsun fer eftir hvað skal djúphreinsa t.a.m. teppi, stóla eða önnur húsgögn, og umfangi verkefnis.

Hafðu samband við okkur og við bjóðum þér verðtilboð án skuldbindingar.

VERÐTILBOÐ ÁN SKULDBINDINGAR

hvað er djúphreinsun?

Djúphreinsun, eða heitvatnshreinsun öðru nafni, er aðferð sem flestir ef ekki allir teppaframleiðendur mæla með.

Djúphreinsun er blauthreinsiaðferð en sker sig frá öðrum blauthreinsiaðferðum þar sem hún krefst meiri vélarkrafts þ.e. sogkrafts til að ná sem mestu vatnsmagni úr efninu og minnka þar með þurrktíma. Einnig vinnum djúphreinsun með heitt vatn og sérstök efni. Það er einmitt hitastig vatnsins, hreinsiefnin, og þessi gríðarlegi sogkraftur djúphreinsivélarinnar sem sjá til þess að sápuleyfar eru ekki skildar eftir í teppinu.

Blauthreinsun er algengasta teppahreinsiaðferðin á Íslandi en mikilvægt er að greina á milli hefðbundinnar Blauthreinsunar og Djúphreinsunar/Heitavatnshreinsunar.

Forvitnastu meira um muninn á Heitavatnshreinsun og Blauthreinsun.