Mottuhreinsun

Steinteppahreinsun
Við sjáum um hreinsun á steinteppum fyrir einstaklinga, fyrirtæki, og sameignir

Teppahreinsun
Við sjáum um hreinsun á gólfteppum og stökum teppum

Húsgagnahreinsun
Við sjáum um húsgagna hreinsun fyrir einstaklinga og fyrirtæki

Stigahús
Við sjáum um hreinsun á stigahúsum í sameignum
Mottuhreinsun
Hreinsunarstöðin okkar er að Vesturvör 22, 200 Kópavogi.
Opið alla virka daga, milli kl :16-18.
Við hreinsum allar mottur og teppi með Strigagrind eða límingum. Mottur sem eru ofnar í gegn úr bómull eða ull (mjúkar) getur verið hentugra að fara með í þvottahús.
Handunnin austurlensk teppi og mottur hreinsum við með mildum hreinsiefnum, skolum vandlega og þurrkum hratt með loftblásara. Þetta vinnulag tryggir litfestu og mýkir ullina.
Mottuhreinsun eftir Vatnstjón
Við tökum á móti mottum sem hafa lent í vatnstjóni.
Hversu stórt verkefnið er fer eftir umfangi vatnsskaðans.
Við hreinsum motturnar með djúphreinsunartækni, þurrkum þær og sótthreinsum til að koma í veg fyrir myglu og ólykt.

Gæludýrin og Mottuhreinsun
Þeir sem eiga gæludýr vita að stundum verða slys og oftar en ekki eru það motturnar sem verða fyrir tjóni. Því getur fylgt óþrifnaður og jafnvel ólykt ef það er ekki staðið rétt að þrifum.
Við hjá Skúfur höfum mikla reynslu í því að þrífa mottur eftir dýrin og sjáum til þess að eyða allri lykt til að koma í veg fyrir að gæludýr telji mottuna samþykktan slysastað.
Einnig sótthreinsum við motturnar til að eyða bakteríum sem mynda ólykt.

Verð á mottuhreinsun
Verð fyrir mottuhreinsun fer eftir umfangi hvers verkefnis.
Hafðu samband við okkur og við bjóðum þér verðtilboð án skuldbindingar hvort sem um ræðir verkefni fyrir heimilið, hótelið eða samkomusali, o.fl.