Hreinsun Stigahúsa

Steinteppahreinsun
Við sjáum um hreinsun á steinteppum fyrir einstaklinga, fyrirtæki, og sameignir

Mottuhreinsun
Við erum opin frá 16-18 alla virka daga fyrir mottuhreinsun

Teppahreinsun
Við sjáum um hreinsun á gólfteppum og stökum teppum

Húsgagnahreinsun
Við sjáum um húsgagna hreinsun fyrir einstaklinga og fyrirtæki
Teppi í Stigahúsum
Teppi í stigahúsi fjölbýlishúsa verða án efa fyrir mesta álagi allra gólfefna í húsinu.
Það er af þeim sökum sem reglulegt viðhald þeirra er mikilvægt.
Til að tryggja gott útlit og langa endingu teppa í stigahúsum þarf að huga að þessum þremur þáttum:
Val á Teppi
Stigahús teppið þarf að vera slitsterkt, forðast skal kalda ljósa liti, það má gjarnan vera lykkjuteppi af Poliamid gerð.
Ryksuga Reglulega
Ryksugun er alltaf mikilvæg en alveg sérstaklega þegar um stigahús er að ræða. Það gefur auga leið að sandurinn sem berst inn með skófatnaði sest í teppið og ef hann er ekki reglulega ryksugaður úr þá særir hann þráðinn í teppinu.
Teppahreinsun
Fagmenn á Íslandi nota ýmist blauthreinsun eða þurrhreinsun . Báðar þessar aðferðir eru áhrifaríkar ef þær eru framkvæmdar rétt.
Fagmannleg Hreinsun
Þurrhreinsun
Þurrhreinsun er örugg aðferð sem framleiðendur af teppum mæla með sem viðhaldshreinsun.
Blauthreinsun
Blauthreinsun er öflugri hreinsun en krefst meiri kunnáttu þeirra er vinna verkið. Þetta felst meðal annars í notkun réttra efna og góðs vélbúnaðar. Ennfremur er mikilvægt að soga vel upp eftir blauthreinsun til að tryggja stuttan þurrktíma.