Steinteppahreinsun

mottuhreinsun icon
Mottuhreinsun

Við erum opin frá 16-18 alla virka daga fyrir mottuhreinsun

teppahreinsun icon
Teppahreinsun

Við sjáum um hreinsun á gólfteppum og stökum teppum

husgagnahreinsun icon
Húsgagnahreinsun

Við sjáum um húsgagna hreinsun fyrir einstaklinga og fyrirtæki

stigahusahreinsun icon
Steinteppahreinsun

Við sjáum um hreinsun á stigahúsum í sameignum

Steinteppahreinsun

Steinteppi hafa marga góða kosti sem sameina kosti hefðbundina teppa og harðra gólfefni s.s. flísa. Þau eru í senn bæði mjúk að ganga á en hafa styrkinn frá flísunum.

Eitt er þó sem hefur valdið mönnum heilabrotum:
Hvernig á að hreinsa þau?

Staðreyndin er nefnilega að steinteppi hafa eiginleika teppa ekki síður en harðra gólfefna. Með það til hliðsjónar þá verður það deginum ljósara hvað það er sem ber að varast svo hreinsunin takist vel og endist lengi

Röng umhirða

Skúfur Teppahreinsun hefur síðustu ár verið að þróa aðferð við að hreinsa þessi gólfefni og hefur því gengið í gegnum allar villurnar sem flestir eru að gera. Þ.e.a.s. að hreinsa eins og um “hart” gólfefni væri að ræða.

Daglegt Viðhald

Daglegt viðhald þarf að vera í samræmi við ofangreinda staðreyndir en einnig er vert að huga að nokkrum sérstökum eiginleikum steinteppa, sem hefur áhrif á meðhöndlun þeirra. Mörg hreinsiefni sem eru notuð á hörð gólf eru með þá eiginleika að skilja eftir sig filmu á yfirborðinu og er jafnvel sóst eftir þessum eiginleika. Í steinteppum er þetta ókostur og ástæða til að forðast. Athugið! gólfþvottavélar eru ekki hentug verkfæri fyrir steinteppi.

Rétt Umhirða

Góð (rétt) hreinsiefni á steinteppi skilja ekki eftir filmu á yfirborðinu heldur kristallast (duftar) og svo er gert ráð fyrir því að eigendur ryksugi þessa kristalla í burtu síðar. Þetta er nákvæmlega lykillinn að því að ná árangri við að hreinsa steinteppi.

Reglulegt Viðhald Steinteppa

Reynslan hefur kennt okkur að daglegt viðhald á steinteppum ætti ekki að vera að skúra eins og um hart gólf væri að ræða, heldur:
1. Ryksuga reglulega með öflugri belgryksugu.

2. Stöku sinnum moppa með rykadrægri þurrmoppu og/eða moppa með blautmoppu – með hreinu vatni eða með örlitlu af teppasápu.

3. Að lokum – Djúphreinsa (1 til 3 sinnum á ári, það,fer eftir umgangi og álagi) eins og um væri að ræða teppi og með efnum sem skilja EKKI eftir filmu ( s.s. teppasápu). Þetta verk er unnið með sérhönnuðu verkfæri. Þessi verkfæri notum við einnig við að hreinsa náttúrustein-gólf.

VERÐTILBOÐ ÁN SKULDBINDINGAR