Óhreinindavörn Fyrir Teppi og Mottur

Í leit að óhreinindavörn fyrir teppi of mottur? Hér eru nokkur góð ráð.

Óhreinindi berast inn í hús allan ársins hring hvort sem er undan skóm eða með litlum loppum. Sama hversu varkár þú ert, þá tekst alltaf einhverjum óhreinindum að komast inn. Sem betur fer eru nokkur einföld skref sem þú getur tekið til að vernda teppin þín fyrir óhreinindum og láta þau líta sem best út.

Þegar þú hefur ákveðið að fjárfesta meira í að halda teppunum þínum eins og nýjum ertu líklega að spá í því hvar þú átt að byrja. Það eru nokkrar leiðir til að veita fyrirbyggjandi vernd fyrir teppið þitt, halda því heilu og frá margskonar skemmdum og rýrnun. Að innleiða þessi ráð getur bætt árum við líf teppanna þinna og mottna.

Hér er stutt samantekt á góðum ráðum:

    • Notaðu útidyramottur við hvern inngang
    • Biddu fólk um að fara úr skónum
    • Ryksugaðu reglulega
    • Bregðstu hratt við blautri leðju og blettum í teppi
    • Láttu gera faglega þrif 1-2 á ári

Ryksugaðu Teppin Reglulega

Regluleg þrif eru nauðsynleg til að vernda teppin þín gegn óhreinindunum. Ryksugaðu teppin reglulega til að fjarlægja óhreinindi og rusl. Heimili sem samanstendur af einum eða tveimur fullorðnum og barni getur komist upp með ítarlega ryksugu einu sinni í viku. Ef húsið þitt fær inn reglulega traffík af fólki, hefur fleiri en eitt barn eða gæludýr, er tvisvar í viku lágmarkið fyrir viðhald teppa. Ef þú getur ryksugað þrisvar í viku ertu nú þegar að gera betur en flestir.

Hvernig þú notar ryksuguna þína skiptir líka máli. Farðu yfir hvert svæði að minnsta kosti þrisvar sinnum til að tryggja að þú sért að draga úr öll óhreini og ryk sem mögulegt er. Ryksugun er aðalatriðið þegar kemur að teppavörn, svo ekki sleppa því.

Þú ættir líka að íhuga að senda teppin í hreinsun að minnsta kosti einu sinni á ári. Til dæmis á vorin eftir að mesta bleytan og óhreinindin eru farin og sumarið farið að gera vart við sig. Slík hreinsun mun fjarlægja öll djúp óhreinindi og bletti sem kunna að liggja í teppunum þínum.

Útidyramottur Og Forstofumottur

Fyrsta varnarlínan gegn óhreinindum innandyra er góð útidyramotta. Með því að setja útidyramottu við hvern inngang heimilisins getur þú haldið óhreinindum í skefjum. Hvettu fjölskyldmeðlimi til að þurrka skóna á útidyramottunum áður en gengið er inn í hús til að koma í veg fyrir að óhreinindi rekist á teppi innandyra.

Skór bera inn hvað sem þú hefur gengið í gegnum á ferðum þínum fyrir utan húsið. Oft ertu eingöngu að ganga um í vinnunni, skólanum eða búðinni, en ef einhver á heimilinu er í hestum, vinnur við garðyrkju eða vegavinnu, eða er á skólaaldri fylgja oft meiri óhreinindi.

Bakteríur geta leynst í teppum, aukið hættuna á raka og myglu og í verstu tilfellum skapað hættu á veikindum fyrir fjölskylduna þína.
Þú getur ekki gert mikið til að takmarka bakteríur í óhreinindum, en þú getur tryggt að óhreinindi komist ekki framhjá innganginum. Því er gott að bæta við forstofumottu sem fangar óhreinindin og meðfylgjandi bakteríur sem þú getur svo hreinsað síðar. Það er nauðsyn að ryksuga hvorutveggja útidyramottur og forstofumottur reglulega.

Fjarlægðu Óhreina Skó

Önnur leið til að vernda teppin er að biðja alla um að fjarlægja óhreina skó áður en gengið er inní hús. Ef um fleiri en einn inngang er að ræða er sniðugt að velja einn inngang þar sem skórnir eru geymdir. Með þessu helduru óhreinindum frá teppunum og hjálpar til við að halda gólfunum þínum hreinum.

Fjarlægðu Bletti Fljótt

Jafnvel með fyrirbyggjandi aðgerðum, geta slys samt gerst. Oft eru það gæludýrin okkar sem rekja inn óhreinindi sem safnast ofan í teppi. Ef um ræðir leðju eða blaut óhreinindi er best að byrja á því að leyfa leðjunni að þorna alveg, nota síðan stífan bursta til að losa þurrkaða leðjuna og ryksuga vandlega þangað til öll þurr óhreinindi eru horfin.

Lestu meira um blettahreinsun hérna.

Fagleg Teppahreinsun

Þó svo að þessi ráð geti hjálpað til við að fjarlægja bletti, þá er mikilvægt að muna að yfirborðshreinsun er aðeins fyrsta skrefið í að halda teppunum þínum hreinum. Til að vernda teppin þín ættir þú að láta þrífa þau reglulega af fagmanni. Fagleg teppahreinsun getur fjarlægt óhreinindi, bletti og lykt sem yfirborðshreinsun getur ekki, svo teppin þín líta út eins og ný.

Starfsfólk Skúfs eru með gríðarlega mikla reynslu og geta sinnt öllum teppaþrifum. Við notum viðurkennd hreinsiefni og tæki sem reynast vel og skaða ekki teppin.

Vantar þig frekari ráð?

Vantar þig aðstoð?
Fáðu verðtilboð án skuldbindingar

Heimilisfang

Ármúli 34 bakhús, 108 Reykjavík

Sendu okkur mail

hreinsun@skufur.is