Húsgagnahreinsun

Steinteppahreinsun
Við sjáum um hreinsun á steinteppum fyrir einstaklinga, fyrirtæki, og sameignir

Mottuhreinsun
Við erum opin frá 16-18 alla virka daga fyrir mottuhreinsun

Teppahreinsun
Við sjáum um hreinsun á gólfteppum og stökum teppum

Stigahús
Við sjáum um hreinsun á stigahúsum í sameignum
Húsgagnahreinsun
Húsgögn er oft hægt að hreinsa með góðum og skilvirkum árangri og er djúphreinsun húsgagna mikilvæg til að viðhalda textil og lengja líftíma. Skúfur er með áralanga reynslu í djúphreinsun á húsgögnum m.a. :
Sófasettum
Stólum
Skrifborðsstólum
Borðstofustólum
Svefndýnum
Rúmdýnum
Leðurhúsgögn
Veggmyndum ofl.

Húsgagnahreinsun Fyrir...
Djúphreinsun húsgagna er mikilvæg til að viðhalda textil og lengja líftíma.
Skúfur sér m.a. um húsgagnahreinsun fyrir:
Fyrirtæki
Stofnanir
Veitingastaði
Hótel
Heimili
Skóla
Heilbrigðisstofnanir o.fl.

Djúphreinsun á Húsgögnum
Mikilvægt er að vera gætinn þegar kemur að hreinsun á húsgögnum til að valda ekki skaða á yfirborðsefnum. Yfirborðsefni geta m.a. verið samblanda af taui, leðri, við, stáli o.fl.
Því er mikilvægt að þekkja og velja rétt efni í verkið. Skúfur vinnur með gæða efni og starfsfólk okkar hefur áralanga reynslu í því að vinna með þessi efni. Þar á meðal, í hvaða röð skal nota sápuefnin við djúphreinsun á húsgögnum og hvernig best er að hreinsa þau úr svo efnin sitji ekki eftir í yfirborðsefnum og dragi þar af leiðandi óhreinindi í yfirborðið.
Kynntu þér hvað djúphreinsun felur í sér. Hvað er djúphreinsun?
Hér má sjá dæmi um djúphreinsun á sófa stól framkvæmt af starfsfólki Skúfs.
Óhreinindavörn Húsgagna

Við húsgagnahreinsun óhreinindaverjum við einnig húsgögn og annann textil húsbúnað. Rétt óhreinindavörn sér til þess að húsgögn dragi í sig minna af óhreinindum og gerir textil húsbúnað auðveldari í allri umhirðu.
Verð á Húsgagnahreinsun
Verð fyrir húsgagnahreinsun fer eftir umfangi hvers verkefnis.
Hafðu samband við okkur og við bjóðum þér verðtilboð án skuldbindingar hvort sem um ræðir verkefni fyrir heimilið, hótelið eða samkomusali.