Blettahreinsun

Blettahreinsun

Ef blettur kemur í teppið, hreinsið eins fljótt og auðið er.:

1. Þerrið og skafið varlega með borðhníf.

2. Skolið með volgu vatni og þerrið aftur.

Ath! EKKI hella blettaefni í blettinn.

Notið: borðhníf, bursta, handklæði og úðabrúsa.

Ef þörf er á frekari hreinsun notið þá:

1. Hreinsað bensín á olíu og fitubletti, lítið í einu og endurtekið

2. Teppasápu á annað – athugið röng blettahreinsun getur stundum gert illt verra!

Ef enn er þörf á hreinsun leitið ráðlegginga hjá fagmönnum. 

Viðskiptavinir Skúfs geta fengið blettatöflu og vinnulags ráðleggingar í skriflegu formi.

Hafðu samband og við sendum það á þig.

Blettahreinsun með efnum og áhöldum úr eldhúsinu

Blettahreinsun – Blautir blettir

Við blettahreinsun er bletturinn fyrst skafinn upp með bitlausum hníf eða skeið, svo er hann þerraður upp með hvítri tusku eða eldhúsrúllu. Munið að óþarfa nudd getur skaðað teppið.

Næst er hafist handa með Hreinsiefninum. Til að byrja með er aðeins notað volgt vatn, svolitlu af því er dreift á blettinn og með handbursta eða handklæði er burstað yfir blettinn, langs og þvers og þerraður aftur. Að þessu loknu má setja kartöflumjöl eða salt yfir vætusvæðið til að draga upp leifarnar af vökvanum, munið að hylja blettinn vel.

Nú virkar efnið með sogkrafti á vökvann (hárpípusogkraftur).

Að lokum þegar efnið er orðið vel þurrt þá er það ryksugað upp.

ATH! Þurrktíminn getur verið fram á næsta dag og virkar efnið betur ef það fær að þorna alveg. Sólarhringur er ekki óalgengur þurrktími í þessum tilfellum.

Blettahreinsun – Þurrir blettir

Þurrir blettir eru erfiðastir viðureignar því þá er liturinn bundinn við þráðinn í teppinu. Hér er því fyrst nauðsynlegt að nota blettahreinsiefni og af réttri gerð. Eins og áður sagði þá verður aðeins notast við efni sem ættu að vera til í öllum eldhúsum. Þetta eru einfaldar leiðbeiningar að því leyti að við ætlum aðeins að notast við tvær vökvablöndur en þær leysa flest efni upp. Þess ber að geta að einnig er hægt að nota þurrhreinsiefni í staðinn fyrir vatn eins og við tölum um hér. Þá eru hér að neðan nokkur önnur góð ráð við tjöru, kaffi, te, rauðvíni, og vax blettum.

Blettahreinsun – Vinnulýsing

Blanda 1: Volgt vatn með 2-3% grænsápu eða uppþvottalög
og blandið örlitlu af (0.5%) salmíakspíritus út í.

Blanda 1. Ef bletturinn stafar af matarleifum eða mjólkurdrykkjum þá er ráðlegt að velja blöndu 1 og bera hann í blettinn. Vættu hvíta tusku upp úr blöndu 1 og dumpaðu. Nuddaðu varlega með handklæði eða bursta, skolaðu með vatni og þerraðu með handklæði. Þetta er endurtekið þar til bletturinn er farinn að færast yfir í tuskuna. Þessi aðferð er svolítið seinleg, en ráðlegt er að fylgja þessum vinnuaðferðum. Sérstaklega ef um viðkvæm ullarteppi er að ræða. Það er einnig hægt að dreifa blettavökvanum með handúðabrúsa og bursta með mjúkum bursta á eftir og síðan strjúka yfir þéttingsfast með hvítri tusku. Þetta er fljótlegri aðferð en gæta verður þess að nota ekki of mikið af blettavökvanum í einu.  Að þessu loknu er bletturinn skolaður með blöndu 2.

Blanda 2: Volgt vatn með 1:30 af 5% borðediki (ath kryddfrítt)

 

Blanda 2. Ef bletturinn stafar frá olíu eða tjöru þá er ráðlegra að væta hann upp með Terpentínu eða Rúðuúða og síðan í kjölfarið, þerra eins og áður er lýst og skolað með blöndu 2.

Ef bletturinn er Kaffi, te eða rauðvín þá er farið eins að en aðeins með sterkari edikblöndu 10%.

Ef um Vax er að ræða: leggið vélritunapappir yfir blettin og hitapressið með straujárni á lágum hita, endurtekið eftir þörfum og nuddið að lokum með rúðuúða.

Olíu og fitublettir: terpentína (whiteSpirit) eða rúðuúði (Geysli eða samsvarandi)

Athugið að marga bletti er annað hvort er mjög erfitt að hreinsa eða jafvel ómögulegt að ná úr teppinu.

Ef þessi ráð duga ekki hafið þá samband við okkur. 

Hins vegar er gullna reglan þessi: 

 

"Dagleg blettahreinsun og vandleg ryksugun, útilokar flest vandamál varðandi viðhald teppa."
skufur logo
Skúfur
Teppahreinsun
Vantar þér frekari ráð?

Vantar þig aðstoð?
Fáðu verðtilboð án skuldbindingar

Heimilisfang

Ármúli 34 bakhús, 108 Reykjavík

Sendu okkur mail

hreinsun@skufur.is